TÓNLIST

.jpg)
UM KLÖRU
Klara Elías er íslensk söngkona og lagahöfundur með yfir 20 ára feril að baki. Hún öðlaðist upphaflega frægð sem meðlimur í Nylon, einu vinsælasta stúlknabandi Íslands, sem skaut henni upp á stjörnuhimininn á einni nóttu. Með velgengni Nylon kom tækifærið til að semja við stórt plötufyrirtæki í Bandaríkjunum, sem varð til þess að Klara ákvað að flytja til Los Angeles og vinna í tónlist.
Í LA blómstraði ferill Klöru hún hóf að semja tónlist fyrir annað tónlistafólk til jafns við að flytja hana sjálf og hefur tónlist eftir hana hljómað út um allan heim í flutningi af sumu af vinsælasta tónlistarfólki heims. Eftir meira en áratug í burtu fluttist hún heim til Íslands aftur og hóf að gefa út tónlist undir eigin nafni.
Frá fyrstu dögum sínum sem poppstjarna á Íslandi til alþjóðlega viðurkennds lagahöfundar og tónlistakonu, heldur Klara áfram að taka áhættur og veita áhorfendum innblástur með röddinni sinni gegnum lögin sem hún semur og syngur, og ástríðu fyrir tónlist.
Klara tekur að sér að syngja á alls kyns viðburðum; brúðkaupum, fermingum, skrínum og öðrum stærri viðburðum og veislum. Sendið skilaboð á info@klaraelias.com fyrir bókanir eða aðrar fyrirspurnir.

BÓKANIR OG ALMENNAR FYRIRSPURNIR
Tyler Johnson,
More Music Management
FOR SONGWRITING INQUIRIES
OR BOOKING REQUESTS OUTSIDE ICELAND
Tyler Johnson,
More Music Management